Vegna umræðu um þjónustu við gigtarbörn á Landspítala

Í framhaldi af frétt ríkissjónvarpsins mánudaginn 25. júní um gigtarbörn, og þjónustu við þau, vill stjórn Gigtarfélags Íslands taka fram að félagið skilur og tekur undir áhyggjur foreldra gigtveikra barna af framtíð gigtarmeðferðar á Barnaspítala Hringsins (barnadeild Landspítala) í ljósi þess að núverandi barnalæknir, sem hefur haft með meðferð barnanna að gera, mun brátt hætta störfum vegna aldurs.

Stjórn félagsins gerir þá kröfu að læknismeðferðinni verði sinnt af jafn hæfum lækni, (helst læknum) og hingað til. Litið er á það sem lykilatriði að nýir læknar sem við taka hafi tækifæri í tíma til að kynna sér þá sérþekkingu sem byggð hefur verið upp og þjónustustigið haldist gott.

Það er þörf er fyrir frekari stuðning annarra fagaðila, við barnaspítala, við börnin og foreldra þeirra.

Í framhaldi af frétt ríkissjónvarpsins mánudaginn 25. júní um gigtarbörn, og þjónustu við þau, vill stjórn Gigtarfélags Íslands taka fram að félagið skilur og tekur undir áhyggjur foreldra gigtveikra barna af framtíð gigtarmeðferðar á Barnaspítala Hringsins (barnadeild Landspítala) í ljósi þess að núverandi barnalæknir, sem hefur haft með meðferð barnanna að gera, mun brátt hætta störfum vegna aldurs.

Stjórn félagsins gerir þá kröfu að læknismeðferðinni verði sinnt af jafn hæfum lækni, (helst læknum) og hingað til. Litið er á það sem lykilatriði að nýir læknar sem við taka hafi tækifæri í tíma til að kynna sér þá sérþekkingu sem byggð hefur verið upp og þjónustustigið haldist gott.

Það er þörf er fyrir frekari stuðning annarra fagaðila, við barnaspítala, við börnin og foreldra þeirra. Fulltrúar félagsins hafa átt nokkra fundi með forsvarsmönnum spítalans og erum við fremur bjartsýn á að þverfagleg þjónusta verði aukin við þennan sjúklingahóp. Undanfarna áratugi hefur Jón R Kristinsson barnalæknir annast nær öll gigtarbörnin, og sérhæft sig í þjónustu við þau. 

Stjórn félagsins tekur heilshugar undir eftirfarandi úr frétt RUV: „ Að læknirinn, sem sinnt hefur þessum sjúklingum hefur reynst þeim afar vel ...“.  Vill félagið þakka Jóni Kristinssyni barnalækni vel unnin störf og vonast til þess að gigtarbörnin njóti starfskrafta hans sem lengst.

Áhugahópur félagsins, foreldrar barna með gigt, eiga hrós skilið fyrir hátíðina (grillið og skemmtiatriðin) sem haldin var á barnadeildinni sl. mánudag. (25. júní) Þakkir góðar eiga þau fyrirtæki sem hátíðina studdu og þeir listamenn sem þar komu fram.

Gigtarfélag Íslands