Vefjagigtarnámskeið á Egilsstöðum 17. september

6. september 2016

Laugardaginn 17. september 2016 stendur Þraut ehf fyrir námskeiði um vefjagigt og tengda sjúkdóma á Egilsstöðum í samvinnu við Starfsendurhæfingu Austurlands. 

Vefjagigt er heilkenni sem hrjáir 2-4% einstaklinga á Íslandi.  Rannsóknir sýna að þessi hópur notar heilbrigðiskerfið mikið, er mikið frá vinnu og fjölmargir lenda á örorku. Ein ástæða þess er skortur á þekkingu og takmörkuð meðferðarúrræðum.  Hér er tækifæri fyrir félaga á Austurlandi að afla sér þekkingar á þessu sviði.  Allar upplýsingar er að fá á www.thraut.is og www.starfa.is