Upplestur rithöfunda hjá Gigtarfélaginu – Á vegum Leshóps GÍ
Leshópur Gigtarfélags Íslands hefur fengið til sín rithöfundana Friðgeir
Einarsson og Kristínu Steinsdóttir og munu þau lesa upp úr bókum sínum þriðjudaginn
5. desember klukkan 13:30. Upplesturinn er í fundarsal Gigigtarfélagsins á 2. hæð að Ármúla 5.
Friðgeir les úr bók sinni „Formaður húsfélagsins“. Maður flytur í blokkaríbúð systur sinnar á meðan hann kemur undir sig fótunum. Þetta átti að vera tímabundin ráðstöfun en fyrr en varir er húsfélagið lent á hans herðum. Formaður húsfélagsins fjallar um samlíf ókunnugra, nauðsynlegt viðhald fasteigna og margslungið tilfinningalíf íbúa fjölbýlishúsa.
Kristín les úr bók sinni „Ekki vera Sár“. Allt sitt líf hefur Imba verið á þönum en nú er hún komin á eftirlaun, frí og frjáls. Börnin eru flogin, skyldurnar að baki og nýtt æviskeið fram undan. Loksins gefst tími til að láta draumana rætast. En eiginmaðurinn á líka sína drauma, kannski ekki þá sömu og hún . . .
Upplesturinn
fer fram í fundarsal Gigtarfélagsins á 2. hæð að Ármúla 5.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.