Tai Chi fyrir gigtarfólk – 6 vikna námskeið – Hefst 20. október

14. október 2016

TCA eða „Tai Chi for Arthritis“ var þróað af dr Paul Lam, sem er kínverskur heimilislæknir. Hann fékk gigt snemma á ævinni og var ráðlagt af sínum lækni að stunda Tai Chi. Það varð til þess að seinna þróaði hann TCA ásamt gigtarlæknum og sjúkraþjálfurum. Hann ferðast nú um heiminn til að mennta leiðbeinendur í TCA. 

Rannsóknir sýna að TCA bætir lífsgæði  þeirra sem það stunda, hvað varðar jafnvægi, styrk, liðleika, samhæfingu og súrefnisflæði um líkamann. 

Gigtarfélagði býður nú 6 vikna TCA-námskeiði, kennt er tvisvar í viku. Kennari er  Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og  leiðbeinandi í TCA.  Námskeiðið er öllum opið.

Námskeiðið hefst 20. október og kennt verður mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10:00 til 11:00. Skráning er á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600. Verð fyrir félaga kr 18.720- Verð fyrir aðra kr 21.960-