Sumarlokun og happdrætti

13. júlí 2018

Skrifstofa Gigtarfélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 16. júlí 2018 og opnar aftur 14. ágúst. Eins er iðjuþjálfun lokuð á sama tíma. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609. Ef lokað er kemur það fram á símsvara sjúkraþjálfunar.

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti félagsins. Þeir sem vilja nálgast vinningaskrá finna hana undir „Happdrætti“ hér á síðunni. Flýtileiðin er hér til hægri, neðst af gráu hnöppunum og á stendur Happdrætti. Vinninga er hægt að vitja þá skrifstofa opnar aftur þann 14. ágúst.

Gigtarfélagið