Ritgerðarsamkeppni Edgar Stene
Þá er komið að ritgerðarsamkeppni Edgar
Stene sem Bandalag evrópskra gigtarfélaga (EULAR) stendur árlega fyrir. Þemað
fyrir árið 2018 er:
„Minn drauma-vinnuveitandi – Vinna án hindrana fyrir fólk með
stoðkerfissjúkdóma“. Enski titillinn er: „My ideal employer - Work without
barriers for people with RMDs.” Skilafrestur er til og með 2. janúar 2019.
Ritgerðin skal ekki vera lengri en tvær síður (Ariel, 12 punkta leturstærð,
eitt línubil) og ritgerðin skal vera á íslensku. Ritgerðum skal skilað á
netfangið gigt@gigt.is ásamt upplýsingum um nafn höfundar, heimilisfangi og
símanúmeri. Ítarlegri upplýsingar um höfund eins og aldur, helstu áhugamál,
starf, fjölskylduhagi og ástæðu þátttöku skulu einnig fylgja ásamt mynd af
höfundi og leyfi (yfirlýsing) til birtingar á ritgerðinni. Einnig skulu fylgja
a.m.k. 5 myndir úr lífi höfundar og þema ritgerðar með útskýringum.
Lágmarksaldur þátttakenda er 18 ár.
Verðlaunin eru 1.000 evrur fyrir fyrsta sæti, 700 evrur fyrir annað sæti og 300
evrur fyrir þriðja sæti. Höfundi vinningsritgerðar er svo boðið til
Evrópuráðstefnu EULAR í Madrid, viðkomanda að kostnaðarlausu, þar sem
verðlaunin eru veitt.
Allar frekari upplýsingar um samkeppnina má fá á vefslóðinni www.eular.org eða
á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530-3600