Opið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna

22. janúar 2018

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna. 
Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtveik börn og fjölskyldur þeirra til hinna ýmsu verka. Þar má meðal annars nefna styrk til kaupa á ýmsum hjálpartækjum, styrk upp í utanlandsferðir eða dvöl í orlofshúsi eða styrki fyrir hin ýmsu áhugamál svo eitthvað sé nefnt.
Foreldrar gigtveikra barna (frá 0-18 ára), sem eru félagsmenn Gigtarfélags Íslands, geta sótt um í sjóðinn. 
Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2018 og má nálgast umsóknareyðublaðið á skrifstofu Gigtarfélagsins að Ármúla 5 (s: 530-3600) eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com. 
ATH! Læknisvottorð skal fylgja umsóknum.
Skil á umsóknum (og vottorðum) eru til skrifstofu Gigtarfélagsins eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com.
Allir umsækjendur fá svar í byrjun mars og er úthlutun einnig áætluð í þeim mánuði.
Nánari upplýsingar má fá hjá Gigtarfélaginu í síma 530-3600 (Sunna) eða með fyrirspurn á netfangið sunnabra@gigt.is.
Kveðja, 
stjórn Styrktarsjóðs gigtveikra barna.