Tár, bros og tappi í krók - fræðslufundur

22. október 2015

Þriðjudaginn 27. október, klukkan 19:30, mun Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser, vera með fyrirlestur um augnþurrk. Þekkt er að ýmis gigtarlyf valda augnþurrki og mun Jóhannes fjalla um augnþurrk og þau úrræði sem í boði eru.
Fyrirlesturinn verður í sal Gigtarfélags Íslands á 2. hæð að Ármúla 5.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.