Fyrirlestur um hryggikt

8. október 2015

Í tilefni af alþjóðlega gigtardeginum þann 12. október nk. mun Gigtarfélag Íslands vera með fyrirlestur um hryggikt. Fyrirlesarinn er Eva-Marie Björnsson, sjúkraþjálfari hjá Gigtarfélagi Íslands. Fyrirlesturinn hefst klukkan 19: 30 í sal Gigtarfélagsins á 2. hæð að Ármúla 5.
Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.