Hópþjálfunin hefst 7. september - Skráning er hafin

25. ágúst 2015

Við höfum hafið skráningu í hópþjálfun félagsins sem hefst  7. sept og líkur 17. des.  Stundatöfluna má sjá hér.  Framboð á tímum er nær það sama og síðastliðið haust.  Við munum bjóða upp á 6 vikna Tai Chi námskeið þegar líður á haustið.  Við leggjum upp úr því að fólk bindi sig á nokkurn tíma, en viðurkennt er að þannig finnur fólk betur áhrif hreyfingarinnar.  Skráning er í síma 530 3600 á skrifstofu félagsins og þar er hægt að fá allar frekari upplýsingar um námskeiðin.