Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður  haldinn 27. maí nk kl. 19:30

19. maí 2015

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn  miðvikudaginn 27. maí nk., kl. 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5 á 2. hæð.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Magnús Jóhannsson prófessor við Háskóla Íslands halda fyrirlestur sem hann nefnir; Fæðubótarefni - Gera þau gagn?  Magnús er læknir og sérfræðingur í lyfjafræði, hann gaf út lyfjahandbók fyrir almenning og hefur skrifað um 400 pistla um læknisfræðileg efni í Morgunblaðið.

Allir eru velkomnir

Gigtarfélag Íslands