Hópþjálfun vor hefst 8. apríl og er út maí

25. mars 2015

Nú er vetrarönninni í hópþjálfun lokið og örugglega allir tilbúnir að njóta páskaviku og páska. Við byrjum vorönnina  8. apríl og stendur hún til 28. maí. Vorönnin er styst  hjá okkur, en hún gefur oft fólki snerpu og úthald sem auðveldar öllum að njóta sumars á sem bestan hátt. Við bjóðum upp á sömu námskeið og voru á vetrarönn, utan þess að Tai Chi verður ekki í boði fyrr en  á haustönn.

Stundatöflu vorsins má sjá hér, Stundatafla vor.   Lýsingu á námskeiðunum má lesa hér á síðunni . Veljið „Hópþjálfun“ í flýtileiðum hér efst á síðunni til hægri.  Allar frekari  upplýsingar gefur skrifstofa félagsins í síma 530 3600.