Birtuhópurinn kemur saman 10. febrúar kl 14:00

5. febrúar 2015

Birtufólkið ætlar að hittast þriðjudaginn 10. febrúar n.k. í húsi GÍ að Ármúla 5 á annarri hæð kl. 14 til 15:30. Viðfangsefnið er áhöld sem nýtast gigtarfólki við daglegar athafnir. Ætlunin er að mæta með uppáhalds áhaldið okkar, hvort sem er í eldhúsi, á baði, við handavinnuna eða hvað sem er. Gott er að koma  með skriflega lýsingu á notkun áhaldsins.

Allir meðlimir GÍ eru velkomnir í þennan bjarta hóp sama hvaða gigt er að plaga fólk.  Birtufólkið hittist í Ármúla 5 á annarri hæð í fundarherbergi félagsins. Þegar Birtufólkið hittist koma sumir með handavinnu til að sýna hinum hvað verið er að gera, alltaf gaman að sjá hvað fólk er duglegt og hugmyndaríkt. Sumir eru duglegir að fara í leikhús og segja  frá, lestrarhestarnir eru að miðla til hinna nýjustu bókunum.


Fréttir og Tilkynningar

Birtuhópurinn kemur saman 10. febrúar kl 14:00

Birtufólkið ætlar að hittast þriðjudaginn 10. febrúar n.k. í húsi GÍ að Ármúla 5 á annarri hæð kl. 14 til 15:30. Viðfangsefnið er áhöld sem nýtast gigtarfólki við daglegar athafnir. Ætlunin er að mæta með uppáhalds áhaldið okkar, hvort sem er í eldhúsi, á baði, við handavinnuna eða hvað sem er. Gott er að koma  með skriflega lýsingu á notkun áhaldsins.

Allir meðlimir GÍ eru velkomnir í þennan bjarta hóp sama hvaða gigt er að plaga fólk.  Birtufólkið hittist í Ármúla 5 á annarri hæð í fundarherbergi félagsins. Þegar Birtufólkið hittist koma sumir með handavinnu til að sýna hinum hvað verið er að gera, alltaf gaman að sjá hvað fólk er duglegt og hugmyndaríkt. Sumir eru duglegir að fara í leikhús og segja  frá, lestrarhestarnir eru að miðla til hinna nýjustu bókunum.