Ertu með hryggikt?  - Þriggjakvölda námskeið um hryggikt

22. apríl 2014

Haldið verður 3ja kvölda námskeið um hryggikt þriðjudaginn 29. apríl, 6. og 8. maí í húsnæði félagsins Ármúla 5, annarri hæð.

Markmið er að miðla aukinni þekkingu um sjúkdóminn og hvað hægt sé að gera til að stuðla að betri líðan.

 Dagskrá

Þriðjudagurinn  29. apríl 2014

19:30-19:40          Kynning og markmið námskeiðsins kynnt. Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari

19:40-20:10          Hryggikt, orsök, einkenni og greining.  Árni Jón Geirson gigtarsérfræðingur

20:00-20:10           Kaffi

20:10-21.30           Meðferð og framtíðarhorfur.  Árni Jón Geirsson gigtarsérfræðingur

Þátttakendum er velkomið að taka með sér maka eða nánasta aðstandanda á fyrirlestur gigtarsérfræðingsins.

Þriðjudagur  6. maí 20014

19:30-20:40          Dagleg störf og aðlögun að breyttum aðstæðum.  Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi       

20:40-20:50          Kaffi

20:50-22:00          Tilfinningalegir, félagslegir og samfélagslegir þættir.  Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari

 Fimmtudag  8. maí 2014

19:30-21:00           Þjálfun.  Eva Marie Björnsson sjúkraþjálfari

21:00-21:10            Kaffi

21:10-22:00             Slökun og svefn Þórunn Haraldsdóttir, sjúkraþjálfari

Verð: Fyrir félagsmenn í GÍ  kr. 8.200 kr. fyrir aðra kr. 10.300 kr.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig sem fyrst á skrifstofu félagsins í síma 530-3600 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.