Notaleg stund eftir hádegi á þriðjudögum - Birtufólkið

5. nóvember 2008

Lena M Hreinsdóttir hefur gengið með þá hugmynd nokkurn tíma að fá gigtarfólk sem ekki er í vinnu, til að hittast að degi til, hafa notalegar, skemmtilegar og fræðandi stundir. Þessar stundir eru hugsaðar fyrir fólk óháð línum áhugahópa Gigtarfélagsins. Allir eru velkomnir.  

  • Gigtarfólk á oft erfitt með að gera eitthvað í höndunum, en margir eru orðnir sérfræðingar í að leita sér að lausnum til að geta stytt sér stundirnar.
  • Gott er að sýna öðrum hvað þér hentar í þessum tímum. Kannski geta aðrir nýtt sér þá lausn. Það er hægt að koma með það sem verið er að bjástra við heima og vinna saman að því s.s. prjón, hekl, kortagerð, útsaum.
  • Gaman væri að velja sömu bókina lesa hana og ræða. Margir eiga erfitt með að halda á bókum, kannski er einhver þarna úti sem lumar á lausn.
  • Einnig að fá iðjuþjálfa eða annað fagfólk til að leiðbeina á þessum stundum.
  • Hægt er að hafa þessar stundir opnar fyrir hugmyndum t.d. ef einhver þarna úti er tilbúinn til að kenna eitthvað skemmtilegt.

 

Þriðjudagurinn 11. nóvember kl. 14:00 til 15:00

Hugmyndin er að koma fyrst saman þriðjudaginn 11. nóvember í fundarsal hjá Gigtarfélaginu að Ármúla 5, á annari hæð, kl. 14.00 -15.00  og halda svo áfram samkv. dagsetningunum hér að neðan.

  • 9. desember ´08 - 6. janúar ´09
  • 10. febrúar ´09 - 10. mars ´09
  • 14. apríl og 12. maí ´09.                                  

 

Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins í síma  530 3600