3. Gigtargangan fimmtudaginn 9. október 2008, kl. 17:30

6. október 2008

Fimmtudaginn 9. október mun gigtarfólk ganga með fjölskyldum sínum og vinum frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu "Að hugsa jákvætt." En gigtarfélögin í Evrópu munu öll beita sér undir þessu kjörorði á alþjóðlega gigtardaginn 12. október nk. eða í þeirri viku sem hann ber upp á.  

 

Við göngum til að vekja athygli á því..

 • að gigtarfólk er fleira en flestir halda.
 • að atvinnuþátttaka gigtarfólks á Íslandi er meiri en á hinum Norðurlöndunum.
 • að snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli.
 • 10 til 14 börn greinast með alvarlegan gigtarsjúkdóm á ári.
 • 65.000 íslendingar eru með gigt, eða  annan stoðkerfisvanda.

 

Gigtargangan

17:00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi

17:20 - Upphitun fyrir gönguna

17:30 - Gangan hefst, gengið verður upp Bankastræti og Skólavörðustíg

18:30 - Lok göngu á Skólavörðuholti við styttu Leifs heppna.

Við mælum með að þeir sem erfiðast eiga með gang komi inn í gönguna við Bergstaðastræti.

 

"Staðreyndir"

 • Dugnaður, útsjónarsemi og einurð eru eiginleikar sem gigtarfólk stendur fyrir.
 • Meðferðarúrræði við gigtarsjúkdómum eru góð fjárfesting.
 • Rannsóknir á gigtarsjúkdómum eru undistaða bættra úrræða.

 

Mætum öll í gönguna, við leggjum af stað frá Lækjartorgi á réttum tíma. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600.

 

Við viljum samfélag fyrir alla. Göngum og verum sýnileg

 

Gigtarfélag Íslands
Fréttir og Tilkynningar

3. Gigtargangan fimmtudaginn 9. október 2008, kl. 17:30

Fimmtudaginn 9. október mun gigtarfólk ganga með fjölskyldum sínum og vinum frá Lækjartorgi upp á Skólavörðuholt undir kjörorðinu "Að hugsa jákvætt." En gigtarfélögin í Evrópu munu öll beita sér undir þessu kjörorði á alþjóðlega gigtardaginn 12. október nk. eða í þeirri viku sem hann ber upp á.  

 

Við göngum til að vekja athygli á því..

 • að gigtarfólk er fleira en flestir halda.
 • að atvinnuþátttaka gigtarfólks á Íslandi er meiri en á hinum Norðurlöndunum.
 • að snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli.
 • 10 til 14 börn greinast með alvarlegan gigtarsjúkdóm á ári.
 • 65.000 íslendingar eru með gigt, eða  annan stoðkerfisvanda.

 

Gigtargangan

17:00 - Safnast verður saman á Lækjartorgi

17:20 - Upphitun fyrir gönguna

17:30 - Gangan hefst, gengið verður upp Bankastræti og Skólavörðustíg

18:30 - Lok göngu á Skólavörðuholti við styttu Leifs heppna.

Við mælum með að þeir sem erfiðast eiga með gang komi inn í gönguna við Bergstaðastræti.

 

"Staðreyndir"

 • Dugnaður, útsjónarsemi og einurð eru eiginleikar sem gigtarfólk stendur fyrir.
 • Meðferðarúrræði við gigtarsjúkdómum eru góð fjárfesting.
 • Rannsóknir á gigtarsjúkdómum eru undistaða bættra úrræða.

 

Mætum öll í gönguna, við leggjum af stað frá Lækjartorgi á réttum tíma. Allar frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu GÍ í síma 530 3600.

 

Við viljum samfélag fyrir alla. Göngum og verum sýnileg

 

Gigtarfélag Íslands