Fræðslu- og umræðufundur fyrir foreldra barna með gigt

7. október 2007

Þriðjudaginn 16. október kl. 19.30 stendur áhugahópur foreldra barna með gigt fyrir fræðslu- og umræðufundi í húsnæði Gigtarfélagsins, Ármúla 5, annarri hæð. Drífa B. Guðmundsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi mun kynna rannsóknir sem hún hefur gert og er að vinna að og fjalla um sálfélagsleg áhrif veikinda barna með gigt á foreldra. Mun hún segja frá helstu niðurstöðum ásamt því að spjalla við foreldra um reynslu þeirra. 

Drífa telur afar mikilvægt að vekja athygi á barnagigt í umræðunni um langveik börn, þar sem margir gera sér enga grein fyrir algengi hennar, né heldur hverjar afleiðingar hennar geta verið fyrir börnin og fjölskyldurnar (líkamlegar, sálfræðilegar, félagslegar o.s.frv). 

Allir velkomnir.
Fréttir og Tilkynningar

Fræðslu- og umræðufundur fyrir foreldra barna með gigt

Þriðjudaginn 16. október kl. 19.30 stendur áhugahópur foreldra barna með gigt fyrir fræðslu- og umræðufundi í húsnæði Gigtarfélagsins, Ármúla 5, annarri hæð. Drífa B. Guðmundsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi mun kynna rannsóknir sem hún hefur gert og er að vinna að og fjalla um sálfélagsleg áhrif veikinda barna með gigt á foreldra. Mun hún segja frá helstu niðurstöðum ásamt því að spjalla við foreldra um reynslu þeirra. 

Drífa telur afar mikilvægt að vekja athygi á barnagigt í umræðunni um langveik börn, þar sem margir gera sér enga grein fyrir algengi hennar, né heldur hverjar afleiðingar hennar geta verið fyrir börnin og fjölskyldurnar (líkamlegar, sálfræðilegar, félagslegar o.s.frv). 

Allir velkomnir.