Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Reuma 2007 á Grand Hótel

11. september 2007

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir norrænni fjölfaglegri ráðstefnu um gigt og gigtarsjúkdóma dagana 12.-15. september nk. undir yfirheitinuReuma 2007. Ráðstefnanverður á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún og fer fram að stærstum hluta á ensku, auk dönsku, sænsku og norsku. .

Þema ráðstefnunnar er Þekking, meðferð og lífsgæði.

Markhópur Reuma eru þeir fagaðilar sem koma að meðferð gigtar, s.s. læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sjúklingar og aðrir er að málum koma. Sýnt þykir að fjölfagleg meðferð við gigtarsjúkdómum gefur besta árangur í baráttunni við þann vágest sem gigtin er.

Markmiðið með ráðstefnunni er að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu við gigtarfólk með miðlun nýjustu þekkingar í fyrirlestrum og vinnuhópum. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um, nýjungar í lyfjameðferð, verki og verkjameðferð, heilsuhagfræði, áhrif þreytu á lífsgæði, erfðarannsóknir, sálfélagslega líðan, félagslegar aðstæður ofl.

Þátttaka stefnir í um 200 manns. Helmingur þátttakenda kemur frá Norðurlöndunum.

Lykilfyrirlesarar eru:

  • Theodore Pincus, prófessor í læknisfræði við Vanderbilt Háskólann í Bandaríkjunum. Erindi hans nefnist,  Evidence-based practice and practice-based evidence in Rheumatology. Hann mun fjalla um árangur af meðferð gigtarsjúkdóma og mæliaðferðir.
  • Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Erindi hans nefnist.. The Icelandic welfare state: A Nordic comparison.
  • Stefan Bergman, læknir og rannsóknarstjóri við rannsóknar- og þróunarsetur gigtarsjúkdóma við Spenshult sjúkrahúsið í  Svíþjóð. Á ensku er titillinn.  Fibromyalgia - When the pain becomes the disease. Hann ræðir um vefjagigt, verki og verkjameðferð innan heilsugæslunnar.
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, aðjúnkt, umsjónarmaður MS náms í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Erindi hennar nefnist, Health, money and politics: Is economics important for you? Eða skiptir heilsuhagfræðin máli.
  • Sarah Hewlett, professor í gigtsjúkdómafræðum og hjúkrun við Háskólann í  Bristol, á Bretlandi. Erindi hennar nefnist A journey through fatigue in Rheumatoid Arthritis er viðfang hennar,  en Sarah er frumkvöðull í rannsóknum á þreytu..

 Auk þessara fyrirlestra eru mörg önnur spennandi erindi og má þar sérstaklega nefna glæsilegt framlag íslenskra fræðimanna. Dagskránna alla er að finna á slóðinni www.reuma2007.com  sem og upplýsingar um skráningu og hvar á að skrá sig. Hægt verður að skrá sig á staðnum gegn greiðslu ráðstefnu/daggjalds.

 Athugið – Hægt er að kaupa dagaðgang að ráðstefnunni.

Allar frekari upplýsingar gefa Emil Thoroddsen (GSM 863 9922) og Svala Björgvinsdóttir (GSM 867 7399) á skrifstofu Gigtarfélagsins,  í síma 530 3600.

 

Gigtarfélag Íslands
Fréttir og Tilkynningar

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Reuma 2007 á Grand Hótel

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir norrænni fjölfaglegri ráðstefnu um gigt og gigtarsjúkdóma dagana 12.-15. september nk. undir yfirheitinuReuma 2007. Ráðstefnanverður á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún og fer fram að stærstum hluta á ensku, auk dönsku, sænsku og norsku. .

Þema ráðstefnunnar er Þekking, meðferð og lífsgæði.

Markhópur Reuma eru þeir fagaðilar sem koma að meðferð gigtar, s.s. læknar, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, sjúklingar og aðrir er að málum koma. Sýnt þykir að fjölfagleg meðferð við gigtarsjúkdómum gefur besta árangur í baráttunni við þann vágest sem gigtin er.

Markmiðið með ráðstefnunni er að auka skilvirkni í heilbrigðisþjónustu við gigtarfólk með miðlun nýjustu þekkingar í fyrirlestrum og vinnuhópum. Á ráðstefnunni verður m.a. fjallað um, nýjungar í lyfjameðferð, verki og verkjameðferð, heilsuhagfræði, áhrif þreytu á lífsgæði, erfðarannsóknir, sálfélagslega líðan, félagslegar aðstæður ofl.

Þátttaka stefnir í um 200 manns. Helmingur þátttakenda kemur frá Norðurlöndunum.

Lykilfyrirlesarar eru:

  • Theodore Pincus, prófessor í læknisfræði við Vanderbilt Háskólann í Bandaríkjunum. Erindi hans nefnist,  Evidence-based practice and practice-based evidence in Rheumatology. Hann mun fjalla um árangur af meðferð gigtarsjúkdóma og mæliaðferðir.
  • Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands. Erindi hans nefnist.. The Icelandic welfare state: A Nordic comparison.
  • Stefan Bergman, læknir og rannsóknarstjóri við rannsóknar- og þróunarsetur gigtarsjúkdóma við Spenshult sjúkrahúsið í  Svíþjóð. Á ensku er titillinn.  Fibromyalgia - When the pain becomes the disease. Hann ræðir um vefjagigt, verki og verkjameðferð innan heilsugæslunnar.
  • Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, aðjúnkt, umsjónarmaður MS náms í heilsuhagfræði við Háskóla Íslands. Erindi hennar nefnist, Health, money and politics: Is economics important for you? Eða skiptir heilsuhagfræðin máli.
  • Sarah Hewlett, professor í gigtsjúkdómafræðum og hjúkrun við Háskólann í  Bristol, á Bretlandi. Erindi hennar nefnist A journey through fatigue in Rheumatoid Arthritis er viðfang hennar,  en Sarah er frumkvöðull í rannsóknum á þreytu..

 Auk þessara fyrirlestra eru mörg önnur spennandi erindi og má þar sérstaklega nefna glæsilegt framlag íslenskra fræðimanna. Dagskránna alla er að finna á slóðinni www.reuma2007.com  sem og upplýsingar um skráningu og hvar á að skrá sig. Hægt verður að skrá sig á staðnum gegn greiðslu ráðstefnu/daggjalds.

 Athugið – Hægt er að kaupa dagaðgang að ráðstefnunni.

Allar frekari upplýsingar gefa Emil Thoroddsen (GSM 863 9922) og Svala Björgvinsdóttir (GSM 867 7399) á skrifstofu Gigtarfélagsins,  í síma 530 3600.

 

Gigtarfélag Íslands