Hvað eiga sjúklingar við þegar þeir segjast vera þreyttir?

11. september 2007

Fyrirlestur hjá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði, miðvikudag 12. sept. 2007 kl. 13:00 til 14:00 í stofu 201, á 2. hæð í Eirbergi, að Eiríksgötu 34.

Prófessor Sarah Hewlett sem er prófessor í gigtsjúkdómafræðum og hjúkrun við Háskólann í Bristol, á Bretlandi  heldur fyrirlestur og notar rannsóknargögn til að útskýra hvernig gigtarsjúklingar, og þá sérstaklega þeir sem eru með liðagigt, upplifa þreytu. Hún vitnar meðal annars í lýsingar sjúklinganna sjálfra. Hún skoðar einnig hvort gigtarsjúklingar upplifi þreytu sína á annan hátt, en sjúklingar sem eru með aðra langvinna sjúkdóma.

Sarah segir einnig frá því hvaða mælingaraðferðir eru notaðar til að meta þreytuna og ræðir um hvort mögulegt sé að meðhöndla þreytu. Í lokin svarar Sarah spurningum áheyrenda og verður hægt að spyrja spurninga á íslensku.

Sarah Hewlett kemur hingað til lands í tengslum við REUMA 2007, norrænu þverfaglegu ráðstefnuna um gigt sem haldin verður 12–15. sept. nk. á Grand hóteli.

Fyrirlesturinn sem fer fram á ensku er opinn öllum.