• Viljen til det gode liv

Athyglisverð dönsk bók um iktsýki

25. júní 2007

  • Iktsýki – hvað verður um mig?
  • Hvað segi ég við fjölskyldu og vini?
  • Get ég haldið áfram að vinna?
  • Hver verða áhrifin á daglegt líf mitt?
  • Hvernig lifi ég með verkina og þreytuna?
  • Hvernig líður öðrum sem eru í sömu stöðu og ég?
  • Hvað með kynlífið?
  • Get ég orðið ófrísk?

Bókin "Viljen til det gode liv" kom út í Danmörku árið 2006 og segir frá samtölum tíu danskra kvenna með iktsýki við tíu stjórnmálakonur í Danmörku um það hvernig er að lifa með sjúkdóminn. Tíu gigtarlæknar fjalla einnig um tíu algengustu einkennin sem hafa áhrif á líf sjúklinganna. Afraksturinn er áhrifaríkar frásagnir þessara ólíku kvenna sem hafa skapað sér gott líf með vilja og þrautseigju, þrátt fyrir sjúkdóminn.

Lyfjafyrirtækið Abbott í Danmörku vann að gerð bókarinnar í samvinnu við nokkra gigtarlækna og styrkti útgáfu hennar. Bókin er til sölu hjá danska gigtarfélaginu, en hér á landi er hægt að fá bókina lánaða að kostnaðarlausu hjá Gigtarfélagi Íslands, Ármúla 5 í Reykjavík. Einnig liggur hún frammi til lestrar á biðstofu Gigtarfélagsins, í sjúkraþjálfuninni og einnig á dagdeild Landspítalans í Fossvogi.