Aðalfundur Gigtarfélags Íslands - Deild Norðurlands Eystra.

13. febrúar 2007

Þriðjudaginn 27. febrúar nk. boðar Gigtarfélag Íslands, deild Norðurlands Eystra, til aðalfundar á Akureyri með félagsmönnum og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Fundurinn verður haldinn kl. 20.00 á Hótel KEA.

Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Sigríður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur M.S. kynna niðurstöður rannsóknar sinnar sem hún nefnir:

„Iktsýki, streita og tileinkun bjargráða eftir áföll.”

Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt:

  • að varpa ljósi á samspil streitu og iktsýki.
  • að lýsa bjargráðum iktsjúkra eftir alvarleg sálræn áföll.

Rannsóknir á orsökum iktsýki benda til þess að tilhneigingin til að fá sjúkdóminn erfist og með tilkomu óþekktra umhverfisþátta leysist gigtin úr læðingi.

Um mjög áhugaverða rannsókn er að ræða sem þar að auki var framkvæmd á Norðurlandi og við hvetjum bæði félagsmenn og aðstandendur til að mæta!