Leshringurinn hittist

11. janúar 2018

BokathjofurinnLeshringurinn ætlar að hittast þriðjudaginn 23. janúar í húsnæði Gigtarfélagsins að Ármúla 5. 
Verið er að lesa bókina "Bókaþjófurinn" eftir Markus Zusak.

Sagan gerist í Þýskalandi nasismans þar sem dauðinn er sífellt nálægur – og ferðast víða. Þrisvar sér hann bókaþjófinn, hana Lísellu litlu, níu ára gamla stúlku sem býr hjá fósturforeldrum sínum í Himmelstræti eftir að móðir hennar er send í fangabúðir. Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim – og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.