Leikfimi í sundlaug og sal - Hópþjálfun
Strax að loknum páskum hefst hópþjálfun félagsins á ný. Um er að ræða stutt námskeið (10 skipti) sem
hefjast 24. apríl. Framboð tíma er það
sama og hefur verið í vetur. Sjá tímatöflu undir þjálfun og endurhæfing /
hópþjálfun / hér á síðunni. Boðið verður upp á námskeið í sundi í júní. Það er gráupplagt að prófa sundleikfimina þar
sem um óvanalega stutta bindingu er að ræða. Eins þeir sem hafa verið áður
grípið fólk með ykkur sem hefur verið að hugsa en ekki gert neitt. Skráning er á skrifstofu félagsins í síma 530
3600. Skrifstofan opnar kl. 10:00
þriðjudaginn eftir páska.
- Námskeið í sal kostar frá kr 13.850
- Námskeið í sundlaug kostar frá kr 16.950
Gigtarfélag Íslands óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegrar páskahátíðar.