Hópþjálfunin hefst 5. september - Skráning er hafin

Hópþjálfun félagsins hefst 5. september, skráning í hópa er hafin. Boðið er upp á þjálfun í sundlaug og sal. Stundatafla haustið 2016

31. ágúst 2016

Hópþjálfun félagsins hefst 5. september, skráning í hópa er hafin. Framboð á tímum er nær sama og síðastliðið haust. Boðið er upp á þjálfun í sundlaug og sal. Í sal má nefna létta leikfimi, Stott-Pilates, jóga og leikfimi karla. Allir tímar tvisvar í viku. Í sundi eru mismunandi erfiðir tímar einnig tvisvar í viku. Verð pr. tíma er frá 1.270,- kr. til 1.830,- kr. Skiptum greiðslum. Skráning er á skrifstofu félagsins í síma 530 3600. Stundatöflu haustsins má finna hér.