Hópþjálfun félagsins hefst 7. janúar
Hópþjálfun félagsins hefst 7. og 8. janúar. Sömu tímar eru í boði og voru á haustönn. Tímataflan er óbreytt. Námskeiðin ná til 11. apríl. Inn í flesta hópa er hægt að koma þó námskeiðin séu byrjuð ef pláss leyfir. Verð er óbreytt frá hausti.
Mikilvægt er að þeir sem ætla að halda áfram skrái sig. Allir nýir þátttakendur eru velkomnir. Að vera með gigtarsjúkdóm er ekki skilyrði. Skráning er á skrifstofu félagsins. Síminn er 530 3600. Tímatöfluna er að finna undir, Þjálfun og endurhæfing - hópþjálfun – tímatafla, hér á síðunni.