Höfðingleg gjöf til Gigtarfélags Íslands

14. nóvember 2016

Á opnu húsi Gigtarfélagsins, þann 29. október sl. barst félaginu höfðingleg gjöf. Fyrirtækið John Lindsay afhenti félaginu þá 1.000.000 króna í minningu Guðjóns Hólm hdl. sem gengdi legst af starfi forstjóra John Lindsay en hann var jafn framt fyrsti formaður Gigtarfélags Íslands. Hann var mikill baráttumaður fyrir bættum hag fólks með gigtarsjúkóma, starfaði í undirbúningshópi að stofnun félagsins árið 1976 og var, eins og áður sagði, fyrsti formaður þess.
Stjórnendur John Lindsay vonast til að þessi fjárhæð muni hjálpa til við að efla starf Gigtarfélagsins og að auki nýtast til dæmis til tækjakaupa.
Stjórn Gigtarfélags Íslands þakkar hlýjan hug til starfsemi félagsins og óskar gefendum velfarnaðar.

Mynd-gjofÁ myndinni má sjá forstjóra John Lindsay, Stefán S. Guðjónsson, Dóru Ingvadóttur, formann Gigtarfélags Íslands og Helgu R. Ottósdóttur, stjórnarformann John Lindsay. Gigtarfélagsfáninn fyrir aftan þau var einmitt gjöf frá Guðjóni Hólm og konu hans sem Gigtarfélagið fékk árið 1997.