Gigtarfélag Íslands 40 ára

9. október 2016

Í dag er Gigtarfélag Íslands 40 ára. Þann 9. október 1976 var félagið stofnað á fjölmennum fundi í sal Dómus Medica. Stofnfélagar voru um 400 talsins. Í dag eru félagar tæplega 4.800. Haldið verður upp á afmælið með Opnu húsi laugardaginn 29. október. Sérstök dagskrá verður í byrjun með ávörpum og fyrirlestrum, þá verður starfsemin kynnt og nokkur fyrirtæki munu sýna hjálpartæki. Dagskráin hefst kl 13:00 og Opna húsinu lýkur kl 16:00. Það er upplagt að leggja leið sína á kjörstað, koma svo og fagna með okkur og fá sér hressingu.