Fundur og fræðslufyrirlestur á Akureyri

6. nóvember 2017

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir fundi og fræðslufyrirlestri á Hótel Kea, laugardaginn 11. nóvember klukkan 14:00.  

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

- Stutt kynning á starfsemi Gigtarfélagsins og hlutverki deilda. Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnastjóri GÍ og Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri.
- Að halda utan um landshlutadeild: María Olsen, formaður Suðurnesjadeildar
- Deildin endurvakin, kosið í stjórn
- Kaffihlé -
- Fræðsluerindi um slitgigt: Ingvar Teitsson, gigtarlæknir
- Erindi um ferð ungs fólks með gigt til Bosön í Svíþjóð: Heiða Elín Aðalsteinsdóttir, fulltrúi ungs fólks með gigt
 - Fundi slitið -

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í stjórn mega endilega senda tölvupóst á sunnabra@gigt.is. Eins ef fólk hefur spurningar hafa samband við Sunnu eða Emil í síma 530 3600

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 
Við vonumst til að sjá sem flesta.