Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag.

12. október 2016

Í dag er alþjóðlegi gigtardagurinn. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1997 þann 12. október ár hvert. Tilgangur hans er að vekja athygli á hagsmunamálum gigtarfólks og félög víða um heim stíla sérstaklega inn á að vera sýnileg þennan dag. Þema dagsins í ár er: „Framtíðin er í okkar höndum. Ef farið er inn á Facebook síðu félagsins (hér neðst á síðunni) má sjá myndband sem sérstaklega var gert fyrir daginn í ár. Myndbandið var frumsýnt í dag. Þeir sem ekki hafa "lækað" Fb-síðunna ættu að gera það í leiðinni.