Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður 28. maí nk.

17. maí 2019

Aðalfundur Gigtarfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 28. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. 

Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum um kl. 20:30 mun Margrét Héðinsdóttir hjúkrunarfræðingur og vefstjóri kynna fyrir fundarmönnum samskipta- og upplýsingavefinn Heilsuveru. Heilsuvera er vefur fyrir almenning um heilsu og áhrifaþætti hennar. Inn á „mínum síðum“ er öruggt vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar og nálgast gögn úr eigin sjúkraskrá. Um er að ræða samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis.

Allir eru velkomnir.