Aukaverkanir af Methotrexati?

Spurning:

Ég er með iktsýki og tek Methrotexat við því, nú fékk ég bréf frá lækni mínum um að það sé hækkað lifrarenzím hjá mér. Þar sem það er mjög erfitt að ná tali af þessum lækni, þá langar mig til að spyrja ykkur hvað merkir þetta (hækkað lifrarenzím). Hvað gerir þessi hvati og skaðar hann mig eitthvað ef hann hækkar mikið?

Með fyrirfram þökk.

Svar:

Hækkuð lifrarenzým geta þýtt að lyfið hefur haft áhrif á starfsemi lifrarinnar, en það getur verið aukaverkun við töku á Methótrexati. Þess vegna fylgist Gigtarsérfræðing­ur alltaf vel með lifrarenzýmum, en það eru efni(hvatar) sem eru í lifrinni og losna aðeins út í blóðið þegar frumur lifrarinnar veikjast. Við töku á Methotrexati þarf að forðast notkun annarra lyfja og efna sem geta valdið lifrarskemmdum/ bilun t.d. alkahól og parkódín. Oft gengur ástandið til baka ef skammtastærðir eru minnkaðar eða lyfinu er hætt tímabundið eða til framtíðar. Það er því mikilvægt að þú fáir tíma hjá lækninum þínum, því að hann þarf líklega að taka fleiri blóðprufur, minnka lyfjaskammtinn eða jafnvel hafa hlé á töku lyfsins, til að hvíla lifrina.

Með kveðju, Gigtarlínan.