Hvað þýðir Febris Rheumatica?

Spurning:

Getur þú sagt mér hvað Febris Rheumatica þýðir (þetta er nafn á sjúkdómi að ég held)? Takk fyrir

Svar:

Febris Rheumatica kallast gigtsótt á íslensku (á dönsku gigtfeber) og heyrir til gigtarsjúkdómana. Gigtsótt er einn af þeim fáu gigtarsjúkdómum sem á sér þekkta orsök (streptokokkar), sem eru penicillinnæmir sýklar og því hefur gigtsóttinni verið útrýmt að mestu hér á landi.

Bestu kveðjur, Gigtarlínan.