Er tennisolnbogi gigt?

Spurning:

Hvers konar gigt er það, sem veldur tennisolnboga? Er mögulegt að það geti dreift sér og farið upp í axlir? Ég fékk tennisolnboga þegar ég gekk með yngri strákinn minn, sem er 18 mánaða. Núna svíður mig í vöðvana og vöðvafestingarnar sérstaklega í annari hendinni. Ég fékk þetta í báðar hendur. Stundum finn ég til í upphandleggsvöðvunum og kringum axlarliðinn líka. Oftast er mér svo íllt í handleggjunum að ég get ekki lyft t.d potti af eldavélinni nema nota báðar hendur eða beita sérstökum aðferðum.  

Svar:

Það er engin sérstök gigt sem veldur tennisolnboga heldur er þetta ástand sem yfirleitt kemur af of miklu álagi á vöðvana sem festast kringum olnbogann.

Á doktor.is er skilmerkileg grein um tennsiolnboga þar sem fjallað er um orsök, einkenni og meðferð.

Með kveðju, Gigtarlínan