Fréttir og Tilkynningar

Birtuhópurinn hittist 13. febrúar - 8. febrúar 2018

Birtuhópurinn ætlar að hittast þriðjudaginn 13. febrúar n.k. í Gigtarfélagi Íslands að Ármúla 5, 2. hæð kl. 14:00 til 16:00.

Jóhanna B. Bjarnadóttir og Svala H. Sigurðardóttir iðuþjálfar ætla að koma í heimsókn með ýmis hagnýt ráð í daglegri iðju.

Allir eru velkomnir

Lesa meira

Stólajóga - Fyrir fólk með stoðkerfisvanda byrjar 6. febrúar - 26. janúar 2018

Stóla jóga er ætlað  fyrir þá sem treysta sér ekki til að leggjast á gólf eða sitja á gólfi við æfingar. Hægt er að þjálfa og njóta alls þess sem jóga gefur með þessum hætti.  Gerðar eru æfingar bæði sitjandi á stólum (með baki) eða standandi sem liðka og bæta jafnvægi, styrk og stöðugleika.  Æfingarnar auka teygjanleika og mýkt líkamans og draga úr stirðleika. Tímarnir eru á þriðju- og fimmtudögum kl. 16.30  Frekari upplýsingar eru hér að neðan (lesa meira) eða í síma 530 3600 Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna - 22. janúar 2018

Nú er búið að opna fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna. 
Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtveik börn og fjölskyldur þeirra til hinna ýmsu verka. Þar má meðal annars nefna styrk til kaupa á ýmsum hjálpartækjum, styrk upp í utanlandsferðir eða dvöl í orlofshúsi eða styrki fyrir hin ýmsu áhugamál svo eitthvað sé nefnt. 
Foreldrar gigtveikra barna (frá 0-18 ára), sem eru félagsmenn Gigtarfélags Íslands, geta sótt um í sjóðinn.  Lesa meira

Fréttasafn