Fréttir og Tilkynningar

Gigt spyr ekki um aldur, oftast ósýnileg - myndband - 18. október 2017

Gigt spyr ekki um aldur, oftast ósýnileg.

Gigtarfélag Íslands hefur, í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, gert myndband sem fjallar um gigt í ungu fólki. Þar er fjallað um unga konu með liðagigt, hvernig gigtin byrjaði og líf hennar eftir að hún fór á rétta meðferð.  
Myndbandið er eitt þeirra sem aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands fengu að gjöf vegna 55 ára afmælis ÖBÍ árið 2016.
Þú getur séð myndbandið með því að ýta á textann. 
https://www.youtube.com/watch?v=d8YwD8Kgg74&feature=youtu.be

 

"Ekki fresta, hafðu samband"- Málþing um mikilvægi snemmgreiningar á gigtarsjúkdómum – - 5. október 2017

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 12. október, á Alþjóðlega gigtardeginum.
Málþingið fer fram á Radisson Blu Saga og hefst það klukkan 17:00. 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 
Dagskrána má nálgast með því að ýta á "lesa meira"

Lesa meira

Kortagerð Birtuhópsins - 4. október 2017

Birtuhópurinn ætlar að hittast næsta þriðjudag með kartonpappír, límstifti, blýanta, liti, skæri blúndur og alls kyns skraut.  

Þau sem vilja geta komið með þurrkuð eða fersk laufblöð. Allt sem ykkur dettur í hug til kortagerðar.
Við byrjum klukkan 14:00 þann 10. október í húsi Gigtarféalgs Íslands að Ármúla 5. 
Allir eru velkomnir að föndra með okkur.

Lesa meira

Fréttasafn