Fréttir og Tilkynningar

Sumarlokun - Happdrætti - 7. júlí 2017

Skrifstofa félagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 10. júlí 2017 opnar aftur 9. ágúst. Eins er iðjuþjálfun lokuð á sama tíma. Sjúkraþjálfun félagsins verður opin hluta þessa tímabils. Beinn sími sjúkraþjálfunar er 530 3609. Ef lokað er kemur það fram á símsvara sjúkraþjálfunar.

Dregið hefur verið í sumarhappdrætti félagsins. Þeir sem vilja nálgast vinningaskrá finna hana undir „Happdrætti“ hér á síðunni.

Lesa meira

Vatnsþjálfun - 22. maí 2017

 

Kennari í vatnsþjálfun óskast í júní, kennt er frá 16:00 til 16:40 á mánudögum og miðvikudögum. Áhugasamir hafi samband í síma 530 3600 eða sendi póst á skrifstofa@gigt.is 

 

Lesa meira

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður 17. maí. kl. 19:30 - 9. maí 2017

Aðalfundur Gigtarfélagsins verður haldinn miðvikudaginn 17. maí nk. klukkan 19:30 í húsakynnum félagsins að Ármúla 5, á 2. hæð. Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Valný Óttarsdóttir iðjuþjálfi á Gigtarmiðstöðinni flytur erindi um hjálpartæki og svarar spurningum fundarmanna. 

Lesa meira

Fréttasafn