Fréttir og Tilkynningar

Opið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna - 19. janúar 2017

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtveik börn og fjölskyldur þeirra til hinna ýmsu verka. Þar má meðal annars nefna styrk til kaupa á ýmsum hjálpartækjum, styrk upp í utanlandsferðir eða dvöl í orlofshúsi og styrki fyrir hin ýmsu áhugamál svo eitthvað sé nefnt.  Foreldrar gigtveikra barna (frá 0-18 ára), sem eru félagsmenn Gigtarfélags Íslands, geta sótt um í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2017 og má nálgast umsóknareyðublaðið hér , á skrifstofu Gigtarfélagsins að Ármúla 5 eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com .
Læknisvottorð skal fylgja umsóknum.

Skil á umsóknum (og vottorðum) eru til skrifstofu Gigtarfélagsins eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com .

Allir umsækjendur fá svar í byrjun mars og er úthlutun áætluð í lok þess sama mánaðar.

Stjórn Styrktarsjóðs gigtveikra barna

Lesa meira

Hópþjálfunin hefst 9. janúar - 2. janúar 2017

Flest námskeiðin byrja 9. janúar. Pilatestímarnir byrja fimmtudaginn 19. janúar. Önnin stendur til 6. apríl. Sömu námskeið verða í boði og fyrir áramót og verða á sömu tímum. Sama verð. Tai - Chi verður auglýst síðar. Mikilvægt er að þeir sem ætla að halda áfram frá haustinu skrái sig. Allir nýir þátttakendur velkomnir. Að vera með gigtarsjúkdóm er ekki skilyrði. Skrifstofa félagsins opnar eftir áramót 3. janúar kl. 10:00. Síminn er 530 3600. Stundatöflu má finna hér.

Lesa meira

Opnunartími um hátíðarnar - 23. desember 2016

Gigtarfélag Íslands óskar öllum Gleðilegra jóla, góðs og farsæls komandi árs. Þökkum öllum fyrir velvild og stuðning á árinu sem er að líða. Skrifstofa félagsins er lokuð frá og með 23. desember og opnar aftur 3. janúar. Iðjuþjálfun er lokuð á aðfangadag og milli jóla og nýárs. Sjúkraþjálfun er opin flesta daga.

Lesa meira

Fréttasafn