Fréttir og Tilkynningar

Bókakynning 6. desember - 1. desember 2016

Þriðjudaginn 6. desember nk. verður haldin bókakynning i húsi Gigtarfélagsins að Ármúla 5, 2. hæð. Kynningin verður milli 13:30 og 15:30 og mun Ásdís Thoroddsen kynna bók sína Utan þjónustusvæðis og Gerður Kristný kynnir sína bók, Hestvík.
Allir eru hjartanlega velkomnir. 

Lesa meira

Jólafundur Birtuhópsins - 1. desember 2016

Þriðjudaginn 13. desember ætlar Birtufólkið að hittast milli klukkan 14:00 og 15:30 í húsi Gigtarfélagsins. Haldið verður áfram með kortaföndur og jólalegt yfirbragð verður yfir þessum fundi.
Auglýsingu Birtuhópsins má sjá með því að smella hér.

Lesa meira

Höfðingleg gjöf til Gigtarfélags Íslands - 14. nóvember 2016

Á opnu húsi Gigtarfélagsins, þann 29. október sl. barst félaginu höfðingleg gjöf. Fyrirtækið John Lindsay afhenti félaginu þá 1.000.000 króna í minningu Guðjóns Hólm hdl. sem gengdi legst af starfi forstjóra John Lindsay en hann var jafn framt fyrsti formaður Gigtarfélags Íslands. Hann var mikill baráttumaður fyrir bættum hag fólks með gigtarsjúkóma, starfaði í undirbúningshópi að stofnun félagsins árið 1976 og var, eins og áður sagði, fyrsti formaður þess. 
Mynd-gjof

Á myndinni má sjá forstjóra John Lindsay, Stefán S. Guðjónsson, Dóru Ingvadóttur, formann Gigtarfélags Íslands og Helgu R. Ottósdóttur, stjórnarformann John Lindsay. Gigtarfélagsfáninn fyrir aftan þau var einmitt gjöf frá Guðjóni Hólm og konu hans sem Gigtarfélagið fékk árið 1997. 

Lesa meira

Fréttasafn