Fréttir og Tilkynningar

Að vera virkur í eigin meðferð - 15. janúar 2018

Að vera virkur í eigin meðferð
- Leiðir til heilsueflingar og aukinna lífsgæða - 

Dr. Sigrún Gunnarsdóttir verður með fyrirlestur í sal Gigtarfélagsins að Ármúla 5 fimmtudaginn 25. janúar klukkan 19:30.
Sigrún er hjúkrunarfræðingur og dósent við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Fyrirlesturinn fjallar um gildi þess að vera virkur þátttakandi í eigin meðferð, hvað hefur þar áhrif og hvaða leiðir geta skilað árangri.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Lesa meira

Leshringurinn hittist - 11. janúar 2018

Leshringurinn ætlar að hittast þriðjudaginn 23. janúar í húsnæði Gigtarfélagsins að Ármúla 5 milli klukkan 13:30 og 15:30.
Verið er að lesa bókina "Bókaþjófurinn" eftir Markus Zusak. 
Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Hópþjálfun hefst 8. og 9. janúar 2018 - 8. janúar 2018

Allir tímar í sundi hefjast í dag 8. janúar. Í byrjun er Stott-Pilates einungis í boði fyrripart dags sökum vöntunar á kennara. Fleiri námskeið verða auglýst síðar. Mikilvægt er að þeir sem ætla að halda áfram í námskeiðum skrái sig. Allir nýir þátttakendur velkomnir. Stundaskrá og verð má sjá með því að smella hér .

Lesa meira

Fréttasafn