Fréttir og Tilkynningar

Kjör og ímynd öryrkja. Opinn fundur kjarahóps ÖB. Laugardaginn 2. apríl 2016  kl. 14-16, Ráðhúsinu í ReykjavíkÍ - 1.4.2016

Kjarahópur ÖBÍ stendur fyrir opnum fundi á morgun laugardaginn 2. apríl kl. 14.00 í Ráðhúsinu í Reykjavík.

Yfirskrift fundarsins er: Kjör og ímynd öryrkja. Við skorum á alla að mæta.

Fundarstjóri verður Sigurjón M. Egilsson

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

Lesa meira

Hópþjálfun - Vorönn hefst 30. mars - Æfingar í sundi  4. apríl  - 29.3.2016

Hópþjálfun á vorönn hefst 30. mars. Athugið að sundið byrjar ekki fyrr en 4. apríl vegna viðgerða á sundlaug. Vorönnin er út maí.  Framboð á tímum er það sama og áður, utan Tai Chi er ekki í boði og verður ekki fyrr en í haust.   Skráning og frekari upplýsingar er að fá á skrifstofu félagsins í síma 530 3600. Stefnt er að því að bjóða tíma í sundi í júní og Stott Pilates ef þátttaka fæst.  Stundaskrá vorannar má sjá hér.  Þjálfunin er opin öllum.

Lesa meira

"Ræðum um sársauka. - Eða er það fyrirfram dauðadæmt?" - 11.3.2016

Þverstæður sársauka eru margar. Gigtlæknirinn Arnór Víkingsson og verkjasálfræðingurinn Eggert S. Birgisson starfa í Þraut - miðstöð vefjagigtar. Þeir munu spjalla við áheyrendur um verki og sársauka í víðu samhengi í Hannesarholti mánudagskvöldið 14.mars kl 20.00.  Aðgangseyrir 1000 kr, miðasala á midi.is.  Lesa meira

Eldri Fréttir



Gigtarfélagið á Facebook


Störf í boði

Viltu vinna hjá Gigtarfélagi Íslands?

Skoða laus störf


Í Brennidepli

Styrktarsjóður gigtveikra barna

Gigtarfélag Íslands hefur stofnað sjálfstæðan sjóð til styrktar gigtveikum börnum. Markmið sjóðsins er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland. Stefnt er að því að stjórn sjóðsins úthluti árlega styrkjum úr sjóðnum að undangenginni auglýsingu.

 

Stofnfé sjóðsins er kr 1.083.000 kemur að stærstum hluta í stuðningi verslunarinnar Leonards sem seldi skartgripi til stuðnings börnum með gigt á sl. ári undir nafninu Ljósberinn. Framlagið nam 1.000.000 króna. Þegar hefur verið safnað meiru fé í sjóðinn og ber þar helst að nefna innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru á síðasta ári í Háskólabíó, einnig hefur Inner Wheel stutt sjóðinn.

 

Stjórn sjóðsins skipa Dóra Ingvadóttir, Kristín Magnúsdóttur Sunna Brá Stefánsdóttir formaður stjórnar , Fríða Kristín Magnúsdóttur  og Sólrún W. Kamban.

 

Sjóðinn er hægt að styðja með framlögum greiddum inn á eftirfarandi bankareikning: 0331-26-052514 Kennitalan er: 520514-1470.


The Icelandic Fund for children with RMD´s

Every year in Iceland, an average 10 to 14 children ages 0-18, are diagnosed with  serious Rheumatic and Musculoskeletal Diseases (RMD´s). The objective of The Icelandic Fund for children with RMD´s is to enlarge quality of life of the children and theirs families.  Grants are awarded to projects that are in benefits of the  children, leisure activities and aids. The Fund is an independent Organization founded in the beginning of 2014.


 


Lesa meira



Útlit síðu: