Fréttir og Tilkynningar

Fundur Ungs fólks með gigt. - 19.11.2015

Næstkomandi sunnudag, 22. nóvember milli 15:00 og 17:00 verður fundur og fyrirlestur í húsnæði Gigtarfélagsins að Ármúla 5, 2.hæð. Stjórn ungs fólks með gigt mun kynna sig. Fyrirlestur verður um sálfræðilegar aðferðir gegn verkjum streitu og vanlíðan (t.d. HAM og núvitund). Umræður og kaffi á eftir.

Gönguhópur hryggiktarhóps GÍ - 19.11.2015

Gönguhópurinn ætlar að hittast næstkomandi þriðjudag, 24. nóvember kl. 19:30 við Fjölskyldu og húsdýragarðinn og ganga
þaðan að þvottalaugunum. Vonandi sjáum við sem flesta

Tár, bros og tappi í krók - fræðslufundur - 22.10.2015

Þriðjudaginn 27. október, klukkan 19:30, mun Jóhannes Kári Kristinsson, sérfræðingur í hornhimnulækningum og sjónlagslækningum með laser, vera með fyrirlestur um augnþurrk. Þekkt er að ýmis gigtarlyf valda augnþurrki og mun Jóhannes fjalla um augnþurrk og þau úrræði sem í boði eru.
Fyrirlesturinn verður í sal Gigtarfélags Íslands á 2. hæð að Ármúla 5.

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Eldri FréttirGigtarfélagið á Facebook


Störf í boði

Viltu vinna hjá Gigtarfélagi Íslands?

Skoða laus störf


Í Brennidepli

Styrktarsjóður gigtveikra barna

Gigtarfélag Íslands hefur stofnað sjálfstæðan sjóð til styrktar gigtveikum börnum. Markmið sjóðsins er að auka lífsgæði barna með gigtarsjúkdóma á Íslandi og fjölskyldna þeirra. Stuðningur sjóðsins er ætlaður til verkefna sem nýtast börnunum, tómstundastarfs og hjálpartækja. Í sjóðinn er hægt að sækja um styrk í nafni allra gigtarbarna (0 til 18 ára) með lögheimili á Ísland. Stefnt er að því að stjórn sjóðsins úthluti árlega styrkjum úr sjóðnum að undangenginni auglýsingu.

 

Stofnfé sjóðsins er kr 1.083.000 kemur að stærstum hluta í stuðningi verslunarinnar Leonards sem seldi skartgripi til stuðnings börnum með gigt á sl. ári undir nafninu Ljósberinn. Framlagið nam 1.000.000 króna. Þegar hefur verið safnað meiru fé í sjóðinn og ber þar helst að nefna innkomu af styrktartónleikum sem haldnir voru á síðasta ári í Háskólabíó, einnig hefur Inner Wheel stutt sjóðinn.

 

Stjórn sjóðsins skipa Dóra Ingvadóttir, Kristín Magnúsdóttur Sunna Brá Stefánsdóttir formaður stjórnar , Fríða Kristín Magnúsdóttur  og Sólrún W. Kamban.

 

Sjóðinn er hægt að styðja með framlögum greiddum inn á eftirfarandi bankareikning: 0331-26-052514 Kennitalan er: 520514-1470.


The Icelandic Fund for children with RMD´s

Every year in Iceland, an average 10 to 14 children ages 0-18, are diagnosed with  serious Rheumatic and Musculoskeletal Diseases (RMD´s). The objective of The Icelandic Fund for children with RMD´s is to enlarge quality of life of the children and theirs families.  Grants are awarded to projects that are in benefits of the  children, leisure activities and aids. The Fund is an independent Organization founded in the beginning of 2014.


 


Lesa meiraÚtlit síðu: