Fréttir og Tilkynningar

Iðjuþjálfi óskast í allt að 90 % starf - 24. mars 2017

Iðjuþjálfi óskast í allt að 90% starf á Gigtarmiðstöð Gigtarfélags Íslands í Reykjavík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfið er fjölbreytt og gefandi,  krefst faglegrar þekkingar og sjálfstæðis í starfi. Nánari upplýsingar gefur Emil Thoroddsen framkvæmdarstjóri í síma 530 3600 eða 863 9922, einnig 

Lesa meira

Fyrirlestur um langvinna sjúkdóma og fjölskylduna - 5. mars 2017

Þriðjudagskvöldið 21. mars næst komandi mun Gunnhildur L. Marteinsdóttir, sálfræðingur á gigtarsviði Reykjalundar, halda fyrirlestur í húsi Gigtarfélagsins að Ármúla 5, 2. hæð. Fyrirlesturinn ber heitið „Langvinnir sjúkdómar og fjölskyldan“  og hefst hann klukkan 19:30.
Aðgangur er ókeypis og eru allir aðstandendur sérstaklega velkomnir.

Lesa meira

Opið fyrir umsóknir í Styrktarsjóð gigtveikra barna - 19. janúar 2017

Tilgangur sjóðsins er að styrkja gigtveik börn og fjölskyldur þeirra til hinna ýmsu verka. Þar má meðal annars nefna styrk til kaupa á ýmsum hjálpartækjum, styrk upp í utanlandsferðir eða dvöl í orlofshúsi og styrki fyrir hin ýmsu áhugamál svo eitthvað sé nefnt.  Foreldrar gigtveikra barna (frá 0-18 ára), sem eru félagsmenn Gigtarfélags Íslands, geta sótt um í sjóðinn.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2017 og má nálgast umsóknareyðublaðið hér , á skrifstofu Gigtarfélagsins að Ármúla 5 eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com .
Læknisvottorð skal fylgja umsóknum.

Skil á umsóknum (og vottorðum) eru til skrifstofu Gigtarfélagsins eða á netfangið styrktarsjodurgigtveikrabarna@gmail.com .

Allir umsækjendur fá svar í byrjun mars og er úthlutun áætluð í lok þess sama mánaðar.

Stjórn Styrktarsjóðs gigtveikra barna

Lesa meira

Fréttasafn