Fréttir og Tilkynningar

Tai Chi fyrir gigtarfólk – 6 vikna námskeið – Hefst 20. október - 14. október 2016

Gigtarfélagði býður 6 vikna Tai Chi námskeið, kennt er tvisvar í viku, kennari er Anna Kristín Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari og  leiðbeinandi í TCA. Námskeiðið hefst 20. október og kennt verður mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10:00 til 11:00. Námskeiðið er öllum opið. Skráning er á skrifstofu Gigtarfélagsins í síma 530 3600. Verð fyrir félaga kr 18.720- Verð fyrir aðra kr 21.960- 

Lesa meira

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. - 12. október 2016

Í dag er alþjóðlegi gigtardagurinn. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1997 þann 12. október ár hvert. Tilgangur hans er að vekja athygli á hagsmunamálum gigtarfólks og félög víða um heim stíla sérstaklega inn á að vera sýnileg þennan dag. Þema dagsins í ár er: „Framtíðin er í okkar höndum.

Lesa meira

Gigtarfélag Íslands 40 ára - 9. október 2016

Í dag er Gigtarfélag Íslands 40 ára. Þann 9. október 1976 var félagið stofnað á fjölmennum fundi í sal Dómus Medica. Stofnfélagar voru um 400 talsins. Í dag eru félagar tæplega 4.800. Haldið verður upp á afmælið með Opnu húsi laugardaginn 29. október. Sérstök dagskrá verður 

Lesa meira

Fréttasafn