Fréttir og Tilkynningar

Ertu með hryggikt?  - Þriggjakvölda námskeið um hryggikt - 22.4.2014

Haldið verður 3ja kvölda námskeið um hryggikt þriðjudaginn 29. apríl, 6. og 8. maí í húsnæði félagsins Ármúla 5, á annarri hæð.

Markmiðið er að miðla aukinni þekkingu um sjúkdóminn og hvað hægt sé að gera til að stuðla að betri líðan.

Kennarar á námskeiðinu verða. Árni Jón Geirsson gigtarlæknir, Þórunn Haraldsdóttir sjúkraþjálfari, Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi og Eva Marie Björnsson sjúkraþjáfari. 

Dagskrá kvöldanna er hér að neðan ef notaður er takkinn ef lesið er meira. Verð: Fyrir félagsmenn í GÍ er kr. 8.200 kr. fyrir aðra kr. 10.300 kr.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig sem fyrst á skrifstofu félagsins í síma 530-3600 þar sem fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

Lesa meira

Hópþjálfun, nýtt námskeið hefst strax eftir páska - 14.4.2014

Ný námskeið hefjast strax eftir páska. Framboð af tímum það sama og í vetur, utan Tai chi tímar verða ekki í boði fyrr en í haust. Upplagt að taka stutt námskeið  fyrir sumarið.  Sjá stundatöflu hér.

Lesa meira

Fundi vefjagigtarhópsí kvöld 8. apríl er aflýst - 1.4.2014

Fundur sem átti að vera þriðjudaginn 8. apríl í Gigtarmiðstöðinni að Ármúla 5, 2. hæð kl. 19:30 er aflýst.

Lesa meira

Eldri FréttirGigtarfélagið á Facebook


Störf í boði

Viltu vinna hjá Gigtarfélagi Íslands?

Skoða laus störf


Í Brennidepli

Stefnt er að fræðslufundi um svefn og svefnvandamál upp úr miðjum  mars. Einnig verður boðið upp á þriggja kvölda námskeið um Hryggikt seinnipartinn í apríl. Verður auglýst nánar fljótlega.


Erla Björnsdóttir sálfræðingur mun halda fyrirlestur um svefn og svefnvanda.

Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og sinnt þeirri meðferð undanfarin ár.


Á hryggiktarnámskeiðinu munu kenna Árni Jón Geirsson gigtarlæknir, Þórunn Haraldsdóttir sjúkraþjálfari, Eva Marie Björnsson sjúkraþjálfari og Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi.

Lesa meiraÚtlit síðu: