Hvað þarf til að komast í sjúkraþjálfun?

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) greiða hluta af kostnaði við meðferð hjá sjúkraþjálfara.  Til að kostnaður við þjálfunina sé greiddur af SÍ þarf að liggja fyrir skrifleg beiðni frá lækni. Þjálfunin skal fara fram á stofu þjálfara eða á göngudeild heilbrigðisstofnana.

Heimilt er að koma í sjúkraþjálfun í allt að 6 skipti án þess að vera með beiðni frá lækni. Umfram 6 skipti í þjálfun þarf beiðni frá lækni.

Læknir sendir beiðnina til sjúkraþjálfara eða viðkomandi fer með hana á sjúkraþjálfunarstöð. 

Sjúkratryggður einstaklingur sem þarf á þjálfun að halda á rétt á allt að 20 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti.  Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands  og göngudeilda heilbrigðisstofnana vegna þjálfunar fer eftir gildandi reglugerð sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti.

Nánari upplýsingar um þessa greiðsluþátttöku og verðskrá má finna á vef Sjúkratrygginga Íslands

Sjúkraþjálfara er heimilt að taka gjald fyrir það að vinna beiðni um langtímaþjálfun.

Sími sjúkraþjálfunar GÍ er 530 3600

Upplýsingar teknar af vef Sjúkratrygginga Íslands, www.sjukra.is í mars 2016.