Vefjagigt

Andlits - og kjálkaverkir

Grein eftir Sigrúnu Baldursdóttur, sjúkraþjálfara

Langvinnir verkir frá kjálkaliðum, andlits- og tyggingarvöðvum, munnholi og taugum sem næra vefi á þessu svæði eru vel þekktir kvillar, sem hafa sterk tengsl við vefjagigt (fibromyalgia). Algengastur þessara kvilla er kjálkakvilli (temporomandibular disorders; TMD) sem talinn er hrjá um 10% fólks og líkt og með aðra verkjasjúkdóma þá er kjálkakvilli tvöfalt algengari hjá konum en körlum. Aðrir þekktir langvinnir verkjakvillar frá þessu líkamssvæði eru trigeminal taugaverkur (trigeminal neuralgia), hvarmakrampar/augnviprur (blepharospasm) og bruni í koki og munni (burning mouth syndrome).

Lesa meira

Vefjagigt - að skilja ósýnilega verki

Grein eftir Arnór Víkingsson, gigtarlækni

Á síðustu 150 árum í sögu læknisfræðinnar  hafa á hverjum tíma verið einn eða fleiri sjúkdómar sem nutu ekki velþóknunar læknastéttarinnar eða  samfélagsins í heild og það þótti  jafnvel óvirðulegt að vera haldinn slíkum sjúkdómi.  Nægir þar að nefna berkla, geðsjúkdóma, alnæmi, offitu og áfengissýki.    Fjölmargir hafa mátt lifa við fordóma lærðra sem leikra af þessum sökum.   Með aukinni þekkingu og ekki síst bættum meðferðarmöguleikum hefur þessi neikvæða afstaða breyst,  sjúkdómarnir fengið formlegan sjúkdómsstimpil og almenningur tekið sjúklingana og vandamál þeirra í sátt.
Vantrú á tilvist vefjagigtar og fordómar í garð sjúklinganna hafa svifið yfir þjáningavötnum einstaklinganna allt fram á þennan dag.  Það er raunar ótrúlega stutt síðan vestrænir læknar skilgreindu vefjagigt sem ákveðinn sjúkdóm eða heilkenni (syndrome). Í þessari grein eftir Arnór Víkingsson, gigtarlækni, er fjallað um vefjagigtina, einkenni hennar, orsakir og meðferð. Lesa meira

Vefjagigt og andleg líðan

Grein eftir Eggert S. Birgisson, sálfræðing.

Lesa meira

Vefjagigt og leiðir til að takast á við hana

Svala Björgvinsdóttir verkefnastjóri fræðslu og útgáfu GÍ þýddi greinina ur dönsku með leyfi danska Gigtarfélagsins sem gaf hana út sem bækling árið 2003. Á frummálinu er titillinn Værd at vide om Fibromyalgi.

Lesa meira