Fréttir og Tilkynningar

Upplestur rithöfunda hjá Gigtarfélaginu – Á vegum Leshóps GÍ - 4. desember 2017

Leshópur Gigtarfélags Íslands hefur fengið til sín rithöfundana Friðgeir Einarsson og Kristínu Steinsdóttir og munu þau lesa upp úr bókum sínum þriðjudaginn 5. desember klukkan 13:30.  Upplesturinn er í fundarsal Gigigtarfélagsins á 2. hæð að Ármúla 5.

Lesa meira

Fundur og fræðslufyrirlestur á Akureyri - 6. nóvember 2017

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir fundi og fræðslufyrirlestri á Hótel KEA, laugardaginn 11. nóvember klukkan 14:00.  

Dagskrá

Stutt kynning á starfsemi Gigtarfélagsins: Sunna Brá Stefánsdóttir, verkefnastjóri GÍ og Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri

Að halda utan um landshlutadeild: María Olsen, formaður Suðurnesjadeildarinnar

Deildin endurvakin, kosið í stjórn

- Kaffihlé -

Slitgigt: Helstu einkenni og meðferð: Ingvar Teitsson, gigtarlæknir

Ferð ungs fólks með gigt til Bosön í Svíþjóð: Heiða Elín Aðalsteinsdóttir

- Fundi slitið -

Þeir sem hafa áhuga á að vera með í stjórn mega endilega senda tölvupóst á sunnabra@gigt.is. Eins ef fólk hefur spurningar hafa samband við Sunnu eða Emil í síma 530 3600

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Við vonumst til að sjá sem flesta.

Lesa meira

Gigt spyr ekki um aldur, oftast ósýnileg - myndband - 18. október 2017

Gigt spyr ekki um aldur, oftast ósýnileg.

Gigtarfélag Íslands hefur, í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands, gert myndband sem fjallar um gigt í ungu fólki. Þar er fjallað um unga konu með liðagigt, hvernig gigtin byrjaði og líf hennar eftir að hún fór á rétta meðferð.  
Myndbandið er eitt þeirra sem aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands fengu að gjöf vegna 55 ára afmælis ÖBÍ árið 2016.
Þú getur séð myndbandið með því að ýta á textann. 
https://www.youtube.com/watch?v=d8YwD8Kgg74&feature=youtu.be

 

"Ekki fresta, hafðu samband"- Málþing um mikilvægi snemmgreiningar á gigtarsjúkdómum – - 5. október 2017

Gigtarfélag Íslands stendur fyrir málþingi fimmtudaginn 12. október, á Alþjóðlega gigtardeginum.
Málþingið fer fram á Radisson Blu Saga og hefst það klukkan 17:00. 
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. 
Dagskrána má nálgast með því að ýta á "lesa meira"

Lesa meira