Reiters o.fl.

Fylgigigt - Þegar sýking veldur gigt. Reiterssjúkdómur og skyldir gigtsjúkdómar

Grein skrifuð af Jóni Atla Árnasyni, gigtarlækni. 

Með sjúkdómsheitinu fylgigigt er átt við að gigt komi í kjölfar sýkingar, yfirleitt nokkru eftir að einkenni sýkingarinnar eru um garð gengin. Þýski herlæknirinn Hans Reiter varð einna fyrstur til að lýsa sjúkdómi af þessu tagi árið 1916, þegar sjúklingar hans fengu liðbólgur og bólgu í slímhimnu augna í kjölfar þvagrásarbólgu. Líklegt er að dátar þessir hafi fengið einkennin í kjölfar klamydiasýkingar, en þvagrásarbólga af völdum klamydiu er sú sýking sem einna oftast veldur fylgigigt.  Af öðrum sýklum sem oft valda fylgigigt má nefna ýmsar tegundir af salmonella og annarra sýkla sem berast með matvælum og valda meltingarfærasýkingu. Fjölmargir aðrir algengir sem sjaldgæfir sýklar geta einnig valdið fylgigigt. Ekki fá allir fylgigigt sem sýkjast af þessum sýklum.

Lesa meira