2. tölublað 2009

Fyrsta grein þessa tölublaðs er eftir Dr. Gerði Gröndal, sérfræðing í lyflækningum og gigtarsjúkdómum, þar sem hún fjallar um gjörbyltingu í með ferð gigtarsjúkdóma. Hún fer yfir ný lyf á markaði og hvað þau hafa breytt miklu í meðferð og horfum gigtarsjúklinga síðustu 30 ár. Hún fer yfir kosti og galla nýrra lyfja og hver ávinningur þeirra er á lífsgæði sjúklinga.

Dr. Björn Guðbjörnsson, lyf – og gigtarlæknir skrifar um ICEBIO sem er kerfisbundin meðferðarskráning. Í greininni byrjar hann á því að fara yfir bólgusjúkdóma, lyfjameðferðir og líftæknilyf og fer svo yfir í erlend skráningarkerfi er varðar notkun á líftæknilyfjum í meðferð gigtarsjúklinga. ICEBIO er íslensk útgáfa tekin upp af danskri fyrirmynd og er þetta notað til að skrá ýmsa þætti meðferðar hjá sjúklingum sem notast við líftæknilyf. Hann fyrir yfir kosti þessa skráningarkerfis, kostnað og fleira.

Guðrún Guðlaugsdóttir tók viðtal við Kristínu Mjöll Jakobsdóttur, fagottleikara, en hún er psoriasisgigt. Hún fer yfir sína sögu, greiningaferlið, lyfjameðferðina og hvernig hún hefur tekist á við hið daglega líf með gigt.

Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi, skrifar um mataræði og gigt. Hún fer þar yfir hvaða fæðutegundir geta haft jákvæð áhrif á líðan gigtarsjúklinga og nefnir m.a. fiskafurðir og að mikilvægt sé að velja rétta fitu og fitusýrur.

Í blaðinu er kynning á starfsfólki sjúkraþjálfunar Gí og hagnýt ráð í dagsins önn frá iðjuþjálfum Gí. Einnig eru greinar frá áhugahópum félagsins auk fróðleiks um starfsemi Gigtarfélagsins.

Smelltu hér til að skoða blaðið