• 1.-tbl.-2017

1. tölublað 2017

Í þessu tölublaði Gigtarinnar er grein eftir Sólrúnu W. Kamban, hjúkrunarfræðing í gigtarteyminu á Barnaspítala Hringsins. Hún fjallar um unglinga með gigt og þann undirbúning sem þau standa frammi fyrir þegar þau skipta yfir í það að verða fullorðin á spítalanum og hverfa smám saman frá Barnaspítalanum og því umhverfi sem þau hafa vanist sem börn.

Emil Thoroddsen, framkvæmdarstjóri GÍ er með hugleiðingu um hjálpartæki en þar fer hann yfir stuðning hins opinbera eða ráðstafanir hvað varðar úthlutun hjálpartækja til þeirra sem þurfa.

Þórunn Díana Haraldsdóttir, yfirsjúkraþjálfari er með grein þar sem hún fjallar um verki og er með ýmis ráð um hvernig hægt sé að draga úr verkjum.

Aðra grein um verki má finna í blaðinu, en það er þýdd grein frá Danska gigtarfélaginu en hún fjallar um hinu ýmsu verkjameðferðir.

Fjölvöðvagigt er sjúkdómur sem ekki mikið er til um á íslensku en hér er umfjöllun um sjúkdóminn ásamt risafrumuæðabólgu sem fylgir oft þessum sjúkdómi. Um er að ræða þýdda grein, en höfundur hennar er Torben Grube Christensen, sérfræðingur í gigtarlækningum á Gigtarfmiðstöð Roskilde í Danmörku.

Greinar frá áhugahópunum eru á sínum stað ásamt fleira áhugaverðu efni. 

Smelltu hér til að skoða blaðið