Gigtarmiðstöð Gigtarfélagsins að Ármúla 5 er fyrir alla

Við viljum vekja athygli á því að sjúkra- og iðjuþjálfun Gigtarfélagsins er opin öllum, en auk sjúkra- og iðjuþjálfunar getur fólk leitað eftir ráðgjöf og leiðbeiningu, sótt fræðslu sem er í boði, leikfimi fyrir gigtarfólk og sótt jafningjastuðning í áhugahópa félagsins.

 

Við endurhæfingu félagsins starfa eftirtaldir sjúkraþjálfarar. Þórunn Haraldsdóttir, Vilborg Anna HjaltalínStyrmir Sigurðsson, Rannveig Gunnlaugsdóttir,  Eva-Marie Björnsson og Antonio Grave.  Þau hafa öll brennandi áhuga á gigt og hafa mikla reynslu af meðhöndlun á fólki með gigtarsjúkdóma. Við hlið sjúkraþjálfara starfar

iðjuþjálfi: Guðbjörg Guðmundsdóttir. Stöðin hentar því mjög vel fyrir þá sem þurfa að sækja bæði sjúkra- og iðjuþjálfun. Við minnum á að allir eru velkomnir.

 

Á Gigtarmiðstöðinni leggjum við okkur fram við að gefa fólki góðan tíma, gott og þægilegt viðmót og umfram allt að veita faglega og góða þjónustu.

 

Sími í sjúkraþjálfun er 5303609, í iðjuþjálfun 5303603 og á skrifstofu 5303600

 

Við viljum vekja athygli á því að sjúkra- og iðjuþjálfun Gigtarfélagsins er opin öllum, en auk sjúkra- og iðjuþjálfunar getur fólk leitað eftir ráðgjöf og leiðbeiningu, sótt fræðslu sem er í boði, leikfimi fyrir gigtarfólk og sótt jafningjastuðning í áhugahópa félagsins.

Við endurhæfingu félagsins starfa eftirtaldir sjúkraþjálfarar. Styrmir Sigurðsson, Rannveig Gunnlaugsdóttir, Eva-Marie Björnsson og Antonio Grave. Þau hafa öll brennandi áhuga á gigt og hafa mikla reynslu af meðhöndlun á fólki með gigtarsjúkdóma. Við hlið sjúkraþjálfara starfa tveir iðjuþjálfarar: Sigurborg Sveinsdóttir og Guðbjörg Guðmundsdóttir. Stöðin hentar því mjög vel fyrir þá sem þurfa að sækja bæði sjúkra- og iðjuþjálfun. Við minnum á að allir eru velkomnir.

Á Gigtarmiðstöðinni leggjum við okkur fram við að gefa fólki góðan tíma, gott og þægilegt viðmót og umfram allt að veita faglega og góða þjónustu.

Sími í sjúkraþjálfun er 530 3609, í iðjuþjálfun 530 3603 og á skrifstofu 530 3600