Hvað er að gerast ?

Við þurfum skilvirkt, öruggt og mannúðlegt heilbrigðiskerfi, byggt á jafnræði milli fólks. Gigtarsjúkdómar eru algengir og ættlægir. Mikilvægast í baráttunni við þá, eru 2. stigs og 3. stigs forvarnir. Hópurinn er stór, en leiða má líkur að því að ríflega 15% þjóðarinnar hafi gigtargreiningu, þá er fötlunarhópurinn líka stór því ríflega 20% öryrkja í landinu hafa gigtargreiningu sem helstu orsök örorku sinnar. Snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli. Snemmgreining kemur langoftast í veg fyrir verulega skerðingu á lífskjörum fólks, s.s. færniskerðingu og kostnað henni fylgjandi. Samfélagslegur kostnaður verður og mun minni. Er óeðlilegt að spyrja á þessum tímum hvort heilbrigðiskerfið byggi á jafnræði milli fólks, ..


Við þurfum skilvirkt, öruggt og mannúðlegt heilbrigðiskerfi byggt á jafnræði. Gigtarsjúkdómar eru algengir og ættlægir. Mikilvægast í baráttunni við þá, eru 2. stigs og 3. stigs forvarnir. Hópurinn er stór, en leiða má líkur að því að ríflega 15% þjóðarinnar hafi gigtargreiningu, þá er fötlunarhópurinn líka stór því ríflega 20% öryrkja í landinu hafa gigtargreiningu sem helstu orsök örorku sinnar.

Snemmgreining gigtarsjúkdóma skiptir öllu máli. Snemmgreining kemur langoftast í veg fyrir verulega skerðingu á lífskjörum fólks, s.s. færniskerðingu og kostnað henni fylgjandi. Samfélagslegur kostnaður verður og mun minni.

Byggir kerfið á jafnræði?

Er óeðlilegt að spyrja á þessum tímum hvort heilbrigðiskerfið byggi á jafnræði milli fólks, þ.e. sjúklinga og sjúklingahópa? Svarið er nei, því kerfi kostnaðarþátttöku hins opinbera fyir þjónustuna mismunar og íþyngir mismunandi eftir sjúklingahópum, s.s við þjónustu heilbrigðisstarfsfólks, lyfjakostnað, kostnað við rannsóknir og komur á sjúkrahús.

Til umhugsunar!

Er aðgengið að þjónustunni orðið háð efnahag einstaklinga þannig að fólk hverfur frá þjónustustöðum, hættir of snemma í þjálfun s.s. í nauðsynlegri viðhaldsþjálfun?

Eru bein áhrif taglhnýtinga við misgóðar reglugerðir og aukið flækjustig á framsettningu réttinda fólks eftir hrun, mun meiri en niðurskurður í beinum fjármunum? Athugandi !

Var vettvangurinn „Gigtaráð“ og „Landsáætlun um gigtarvarnir“ bara brandari? Eða hvar er þverfaglegur vettvangur með góða yfirsýn að fjalla um bestu hagnýtingu meðferðarúrræða við gigtarsjúkdómum. Eða leita ráða við þeim vanda sem fylgir því að biðtími eftir tíma hjá gigtarlækni er í dag 4 til 5 mánuðir.  Einungis 3 gigtarlæknar taka á móti nýjum sjúklingum, ofl.

Ekkert um okkur, án okkar“ eru  meira en orð.  Þau eru líka eðlileg krafa.

E.Thor