Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana. Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks á Grand hóteli Reykjavík   Fimmtudaginn 27. febrúar 2014 kl. 13 -17  

20. febrúar 2014

Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana

 

Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks á Grand hóteli Reykjavík

 

Fimmtudagur 27. febrúar 2014

kl. 13 -17

 

Fundarstjórar:  Skúli Steinar Pétursson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Aðgangur ókeypis en þátttakendur þurfa að skrá sig á: www.throskahjalp.is Tilgreina þarf ef þörf er á rit-  eða táknmálstúlkun

 

 

Umræðuefni meðal annarra:  Ábyrgð í atvinnumálum fatlaðs fólks.  -  Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks (gr. 27).  - Hvað er framundan á atvinnumálum fatlaðs fólks?

 

Dagskrá

13.00   Setning. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.

13.10   Samfélagslegt gildi atvinnuþátttöku. Sólveig Anna Bóasdóttir, dósent HÍ.

13.35   Ungt fatlað fólk og vinnumarkaðurinn. Ný íslensk rannsókn, Rannveig Traustadóttir,   prófessor HÍ.

14.00   Borgar sig að vinna? Halldór Sævar Guðbergsson, virkniráðgjafi.             

14.15   Kaffi

 

Aukin menntun, meiri atvinnumöguleikar?

14.35  Atvinnuþátttaka fólks með þroskahömlum sem lokið hefur starfstengdu diplómanámi frá Háskóla Ísland. Guðrún Stefánsdóttir, dósent HÍ.

14.55  Stökkpallur til nýrra tækifæra. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár.

15.15  Samvinna Menntaskólans við Hamrahlíð og Atvinnu með stuðningi. Soffía Unnur Björnsdóttir, deildarstjóri MH.

 

Breytt viðhorf, nýjar leiðir

15.35   Starfsgetumat ný hugsun breyttar áherslur. Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingar, Virk starfsendurhæfing

15.55  Góð GÆS gulli betri.  GÆS-ar hópurinn.

16.10  Specialisterne á Íslandi, Bjarni Torfi Álfþórsson, forstöðumaður.

 

16.25   Pallborðsstjórnandi: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

 

Þátttakendur fulltrúar frá aðilum vinnumarkaðarins, Vinnumálstofnun og fulltrúar fatlaðs fólks.