Hópnámskeið fyrir unglinga með gigt - kynningarfundur fimmtudagin 17.október  2013 kl: 16:00 á Barnaspítalanum

8. október 2013

Komið þið sæl,

Undanfarið hef ég unnið að því að þróa hópmeðferðarnámskeið fyrir unglinga með gigt í samstarfi við annað starfsfólk gigtarteymisins á Barnaspítalanum og nú fer að líða að því að við getum farið í gang með slíkt námskeið. Hugsunin er sú að þátttakendur námskeiðisins geti verið 8-12 unglingar á aldrinum 14-17 ára og ef aðsókn er meiri en svo að við náum að anna henni á þessu fyrsta námskeiði verður búinn til biðlisti fyrir nýtt námskeiði í byrjun árs 2014. Haldin verður kynning á fyrirkomulagi námskeiðsins fimmtudaginn 17.október kl: 16:00 á Barnaspítalanum og vonumst við til að sjá sem flesta unglinga þar ásamt foreldrum þótt fyrirvarinn sé stuttur. Við vonum að þetta mælist vel fyrir og aðsókn verði góð þannig að hægt verði að halda þessu áfram og þróa jafnvel áfram fyrir fleiri aldurshópa. 

Kær kveðja

Drífa Björk Guðmundsdóttir

Sálfræðingur Barnaspítala LSH