Leikfiminámskeið

28. mars 2023

Vatnsleikfimi - Jógaleikfimi - Karlaleikfimi

Á námskeiðunum býður Gigtarfélagið upp á hópþjálfun fyrir fólk sem vill þjálfa sig og styrkja undir handleiðslu fagfólks.
Leikfimin hentar fólki með gigt, fólki sem á við verkjavandamál að stríða eða þeim sem eru að hefja þjálfun eftir hlé, t.d. vegna veikinda.

Vatnsleikfimi
Námskeið hefst í vatnsleikfimi miðvikudaginn 12. apríl og stendur til og með 31. maí (alls 13 þjálfunartímar).
Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.

Þjálfað á mánudögum og miðvikudögum:
Hópur 1 klukkan 15:05 – Eingöngu konur
Hópur 2 klukkan 15:50 – Eingöngu konur
Hópur 3 klukkan 16:35 – Eingöngu konur
Hópur 4 klukkan 17:20 – Konur og karlar

Jógaleikfimi
Námskeið í jógaleikfimi hefst fimmtudaginn 13. apríl.
Klukkan 13:30-14:30 á mánudögum og fimmtudögum út maí, síðasti tíminn verður á miðvikudegi, þann 31. maí (alls 11 æfingatímar).
Skútuvogi 13a (húsnæði „Dans & Jóga“ á 2. hæð).

Karlaleikfimi
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 13. apríl og stendur til og með 1. júní (alls 13 æfingatímar).
Þjálfað á þriðjudögum og fimmtudögum, klukkan 15:50 – 16:50 (hægt að mæta fyrr og nota búningsklefa).
Íþróttahúsinu Strandgötu 53 í Hafnarfirði (næsta hús við Fjörukrána).

Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér