Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag 12. október

12. október 2018

Það var þann 12. október 1996 sem nýstofnuð alþjóðasamtök gigtarfélaga (Arthritis and Rheumatism International) ákváðu á fyrsta aðalfundi sínum í Helsinki að halda sama dag hátíðlegan ár hvert með það að markmiði að vekja athygli á málefnum gigtarfólks og þeim vanda sem gigtarsjúkdómum fylgja. Síðan hefur dagurinn verið haldinn hátíðlegur um allan heim, árlega.

 

Í dag er um allan heim lögð áhersla á snemmgreiningu gigtarsjúkdóma. Snemmgreining getur skipt sköpum. Kjörorðið er "Ekki fresta, af stað"  Hér má sjá myndband sem frumsýnt var í morgun í tilefni dagsins.