Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag

12. október 2021

Í dag er Alþjóðalegi gigtardagurinn 12. október. Um heim allan leggja gigtarfélög áherslu á að kynna áhrif gigtarsjúkdóma á einstaklinga og samfélög. Okkar framlag í ár var málþing um gigtarsjúkdóma sem við nefndum „Gigtarsjúkdómar frá æsku til efri ára“ sem haldið var á laugardaginn síðasta, einnig í tilefni 45 ára afmælis félagsins. Málþingi má sjá á Fb síðu félagsins. Málþingið var vel heppnað. Við hvetjum fólk sem ekki náði að mæta eða horfa á það í streymi til að nota tækifærið og horfa á þingið. Einnig er slóð á þingið hér.  Hlekkur