Hvað er taugagigt?

Spurning:

Hvað er taugagigt?

Svar:

Orðið taugagigt er sjaldan notað í dag og er ekki viðurkennt heiti á sjúkdómi eða sjúkdómseinkennum. Hér áður fyrr var þetta oftast notað fyrir einkenni sem koma vegna vöðvabólgu. Algengasta notkunin var vegna vöðvabólgu í hálsi og herðum. Bólgan er þá það mikil að vöðvarnir þrýsta á taugarnar og getur það valdið höfuðverk (oft kallaður

spennuhöfuðverkur) og jafnvel doða. Við vitum ekki í hvaða samhengi þetta orð hefur verið notað við þig, en fáðu nánari skýringu hjá þeim sem notaði þetta orð.

Með kveðju, Gigtarlínan