Fjögur ný námskeið eru nú að fara í gang. Um er að ræða Handafimina, haustnámskeið sem hefur verið vel sótt af félögum Gigtarfélagsins. Svava Arnardóttir býður upp á tvö ný námskeið, Langvinnir verkir og Lífssagan mín. Þá hefst námskeiðið Bandsvefslosun á vegum Heklu og er haldið einu sinni í viku í sjö vikur.
Hekla Guðmundsdóttir verður með bandvefslosun hjá Gigtarfélaginu. Námskeiðið hefst föstudaginn 19.september kl.10:00 og er kennt einu sinni í viku í 7 vikur. Hver tími er klukkustund.
Fyrir hverja?
Fyrir þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama og sál.
Markmið námskeiðsins
Rólegir tímar þar sem vöðvar og bandvefur er nuddaður með mismunandi nuddboltum með það markmið að róa niður taugakerfið og auka líkamsvitund. Góð slökun í lok hvers tíma. Þessar æfingar hjálpa til við að draga úr streitu,draga úr verkjum og minnka vöðvaspennu ásamt því að bæta líkamstöðu og auka liðleika. Mikil fræðsla er í hverjum tíma.

Lífssagan mín
Námskeið með Svövu Arnardóttur iðjuþjálfa.

Langvinnir verkir
Námskeið með Svövu Arnardóttur

Handafimi
