0%
Loading ...

Iðjuþjálfun í haust

Iðjuþjálfun í haust

Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri og Svava Arnarsdóttir á skrifstofu félagsins.

Næsta haust mun Gigtarfélagið bjóða upp á iðjuþjálfun. Tilgangur iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins er að hjálpa fólki að viðhalda og bæta hreyfifærni og auka þannig lífsgæði.

Guðbjörg Guðmundsdóttir iðjuþjálfi hefur störf hjá Gigtarfélagi Íslands í ágúst 2025. Guðbjörg verður deildarstjóri Iðjuþjálfunar Gigtarfélagsins.

Hún hefur yfir 20 ára reynslu sem iðjuþjálfi á ólíkum sviðum s.s. með öldruðum, fötluðum, einstaklingum með geðrænan vanda, verið stundakennari við Háskólann á Akureyri og nú síðustu ári verið verkefnastjóri í félagsþjónustu Borgarbyggðar. Hún starfaði hjá Gigtarfélagi Íslands frá 2006 til 2015.

Guðbjörg Guðmundsdóttir hefur mikla reynslu í endurhæfingarmeðferðum.

Guðbjörg útskrifaðist sem iðjuþjálfi BSc frá Háskólanum á Akureyri árið 2003 og lauk meistaranámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á endurhæfingu frá Háskólanum á Akureyri árið 2023.

Svava Arnarsdóttir hefur störf hjá Gigtarfélaginu í september 2025.

Svava útskrifaðist sem iðjuþjálfi frá Háskólanum á Akureyri árið 2016 og lauk meistaraprófi í fötlunarfræði frá Háskóla Íslands 2024. Hún hefur sérhæft sig í störfum tengt geðheilsu, valdeflingu og réttindabaráttu. Svava er einnig formaður Geðhjálpar, hefur sinnt stundakennslu við HA og vann áður hjá Janusi endurhæfingu og Hugarafli. Svava hlakkar til að leggja reynslu sína á vogarskálarnar hjá Gigtarfélaginu, til dæmis er varðar líf með langvinnum verkjum og samspil líkama og sálar í nútímasamfélagi.

Verið velkomnar til Gigtarfélagsins Guðbjörg og Svava 🥰

Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri

Facebook